Innlent

Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag

Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ.
Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ. Vísir/baldur

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum.

Krafa um afsögn stjórnar KSÍ hefur verið hávær á samfélagsmiðlum í gær og í dag vegna viðbragða hennar við ásökunum um ofbeldi gegn landsliðsmönnum, sem komust í hámæli um helgina. 

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundaði á fjórða tímanum en þar átti að meðal annars að ræða mál Knattspyrnusambands Íslands. Þetta staðfestir Lárus L. Blöndal, forseti sambandsins í samtali við fréttastofu. Hann segir óvíst hvort sambandið muni tjá sig um mál KSÍ að fundi loknum.

Þá krafðist stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, þess í dag að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Jafnframt vill ÍTF að boðað verði til auka ársþings til að endurheimta traust innan knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. 

Gísli vildi ekki tjá sig um það hvort aukaársþing yrði til umræðu á fundi KSÍ nú síðdegis þegar fréttastofa náði tali af honum á fimmta tímanum.


Tengdar fréttir

Ingó tróð upp í fimm­tugs­af­mæli stjórnar­manns KSÍ

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.