Erlent

Eldflaugum skotið á Kabúl

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan, mörgum íbúum landsins til mikillar skelfingar.
Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan, mörgum íbúum landsins til mikillar skelfingar. (AP Photo/Rahmat Gul

Eldflaugum var skotið á hverfi í grennd við flugvöllinn í Kabúl í Afganistan í morgun. AP fréttastofan greinir frá þessu en segir enn óljóst hver hafi verið þar að verki.

Mikil skothríð fylgdi í kjölfarið og segja vitni að þrjár flaugar hið minnsta hafi skollið á hverfinu.

Óljóst er hvort mannfall hafi orðið. Bandaríkjaher hefur ekki tjáð sig um atburðinn en á flugvellinum halda menn áfram að ferja fólk úr landi. Því verkefni þarf að vera lokið fyrir morgundaginn og er talið að þá hafi 114 þúsund manns verið flutt frá Afganistan síðustu daga.

Þar með lýkur lengsta stríði sem Bandaríkjamenn hafa háð og talíbanar hafa enn á ný náð völdum í Afganistan.

Að minnsta kosti 169 Afganar og þrettán Bandaríkjamenn létust þegar gerðar voru sjálfsmorðsárásir á mannhafið fyrir utan flugvöllinn og gær gerðu Bandaríkjamenn drónaárás í Kabúl sem þeir segja hafa verið ætluð til að koma í veg fyrir frekari slíkar árásir. Talið er að afganski armur Ísis samtakanna hafi staðið að baki árásinni mannskæðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×