Fótbolti

Lewandowski bætti rúmlega hálfrar aldar gamalt félagsmet

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski skoraði þrennu gegn Hertha Berlin í dag.
Robert Lewandowski skoraði þrennu gegn Hertha Berlin í dag. Matthias Hangst/Getty Images

Markamaskínan Robert Lewandowski gerði sér lítið fyrir og bætti 51 árs gamalt félagsmet þegar hann skoraði þrennu gegn Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var sextándi leikurinn í röð sem pólski framherjinn skorar í.

Áður átti þýska goðsögnin Gerd Müller metið, en hann skoraði í 15 leikjum í röð fyrir Bayern München árið 1970. Müller lék á sínum tíma 594 leiki fyrir þýska stórveldið og skoraði í þeim hvorki meira né minna en 547 mörk. Hann lést þann 15. ágúst síðastliðinn, 75 ára að aldri.

Þetta var líka þrettándi leikurinn í röð í þýsku deildinni sem Lewandowski skorar í, en það er persónulegt met pólska framherjans.

Á seinasta tímabili skoraði þessi 33 ára markamaskína 41 mark og bætti þá met Müller yfir flest mörk skoruð í þýsku deildinni á einu og sama tímabilinu. Hann hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu þrem leikjum tímabilsins og spurning hvort að hann nái að bæta það met enn frekar.


Tengdar fréttir

Enginn skorað jafn mikið og Lewandowski í tæpa hálfa öld

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins þegar Bayern München og SC Freiburg gerðu 2-2 jafntefli í gær. Þetta var mark númer 40 hjá pólska framherjanum á tímabilinu, en enginn leikmaður hefur skorað svo mörg mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni síðan að Gerd Müller gerði það fyrir 49 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×