Innlent

Mætti með loft­byssu og skaut á gler­hurð

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er til húsa við Sunnubraut í Reykjanesbæ.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er til húsa við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Reykjanesbær

Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu og skaut úr henni inni í skólanum síðastliðinn föstudag.

Víkurfréttir greina frá þessu, en þar segir að litlar skemmdir hafi orðið og enginn slasast.

Haft er eftir Guðlaugu Pálsdóttur skólameistara að nemandinn, sem er undir lögaldri, hafi sýnt félögum sínum byssuna, mundað og hleypti af einu skoti sem lenti á glerhurð.

Málið hefur verið kært til lögreglu, en umræddum nemanda hefur ekki verið vísað úr skólanum og segir Guðlaug að unnið sé að lausn máls með honum og foreldrum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.