Fótbolti

Sam­bands­­deild Evrópu: Al­­fons fer til Rómar, Ís­­lendinga­slagir í D og F-riðli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt slógu Val út á leið sinni í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt slógu Val út á leið sinni í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét

Búið er að draga í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu þar sem Íslendingar eiga fjóra fulltrúa. Um er að ræða þá Alfons Sampsted, Albert Guðmundsson, Rúnar Má Sigurjónsson og Sverri Inga Ingason. Þá eru Tottenham Hotspur einnig í keppninni.

Alfons og félagar í liði Noregsmeistara Bodo/Glimt fengu ekki skemmtilegasta riðil sögunnar á pappír. Þeir fá vissulega að fara til Rómar og mæta þar lærisveinum José Mourinho en annars liggur leiðin til Búlgaríu og Úkraínu.

Í D-riðli verður Íslendingaslagur þar sem landsliðsmennirnir Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson mætast. Sá fyrrnefndi leikur með AZ Alkmaar í Hollandi en miðjumaðurinn frá Sauðárkróki leikur með CFR Cluj frá Rúmeníu. Ásamt þeim eru Jablonec og Randers í D-riðlinum.

Sverrir Ingi Ingason er staddur í F-riðli með sínu liði PAOK likt og Andri Fannar Baldursson sem gekk nýverið til liðs við FC Kaupmannahöfn á láni frá Bologna á Ítalíu. Ásamt PAOK og FCK eru Slovan Bratislava frá Slóvakíu og Lincoln Red Imps frá Gíbraltar einnig í riðlinum.

Hér að neðan má sjá alla riðla Sambandsdeildar Evrópu fyrir tímabilið 2021-2022.

Riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 2021-2022

A-riðill

LASK

Maccabi Tel-Aviv

Alashkert

HJK

B-riðill

Gent

Partizan

Floria Tallinn

Anorthosis

C-riðill

Roma

Zorya Luhansk

CSKA Sofia

Bodø/Glimt

D-riðill

AZ Alkmaar

CFR Cluj

Jablonec

Randers

E-riðill

Slavia Prag

Feyenoord

Union Berlín

Maccabi Haifa

F-riðill

FC Kaupmannahöfn

PAOK

Slovia Bratislava

Lincoln Red Imps

G-riðill

Tottenham Hotspur

Rennes

Vitesse

Mura

H-riðill

Basel

Qarabag

Kairat

Omonia

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×