Fótbolti

Alfons og félagar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir nauman sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted í lek með Bodø/Glimt gegn Val.
Alfons Sampsted í lek með Bodø/Glimt gegn Val. Vísir/Bára

Alfons Sampsted og félagar hans í norska liðinu Bodø/Glimt verða í pottinum þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 

Liðið tók á móti litháíska liðinu Zalgiris í dag og hafði betur 1-0. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli og Bodø/Glimt vann því samanlagt 3-2.

Alfons var í byrjunarliði Bodø/Glimt sem var mun meira með boltann í leiknum. Gestirnir frá Litháen gáfu þó ekki miklar opnanir og staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Ola Solbakken braut ísinn fyrir heimamenn eftir rúmlega klukkutíma leik eftir stoðsendingur frá Erik Botheim.

Fleiri urðu mörkin ekki og Alfons og félagar tryggðu sér því sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×