Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:00 Myndin er tekin í byrjun janúar þegar æstur múgur réðist inn í bandaríska þinghúsið. Getty/Brent Stirton Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira