Svona var blaðamannafundur KSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
Vísir var með beina útsendingu frá fundinum og hægt er að horfa á upptöku í spilaranum hér að neðan. Beina textalýsingu frá honum má svo nálgast neðst í fréttinni. Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í Gylfa Þór Sigurðsson sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Þeir voru einnig spurðir út í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er með kórónuveiruna, gagnrýni á KSÍ fyrir að bregðast ekki við sögum af kynferðisbrotamálum, valið á hinum unga Andra Lucas Guðjohnsen, syni Eiðs Smára, og fleira. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM 2022 með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, 0-3 fyrir Þýskalandi og 0-2 fyrir Armeníu, en vann svo Liechtenstein, 1-4.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45 Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. 25. ágúst 2021 13:45
Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28