Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 13:45 Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópi Íslands sem leikur þrjá heimaleiki í september. Mynd/KSÍ Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. „Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28