Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 13:45 Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópi Íslands sem leikur þrjá heimaleiki í september. Mynd/KSÍ Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. „Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sjá meira
„Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum. Hann spilar með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Þar er spilaður alvöru fullorðins fótbolti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Andra Lucas. Varalið Real Madrid leikur í öðrum riðli Primera RFEF-deildarinnar. „Hann meiðist fyrir ári síðan en hefur tekið heilt undirbúningstímabil með varaliði Real. Þeir hafa spilað fullt af leikjum og hann er búinn að spila marga leiki á undirbúningstímabilinu.“ „Andri Lucas, alveg eins og Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson og þeir ungu leikmenn sem eru í hópnum sem eru að stíga sín skref og er á mjög góðum stað á sínum ferli. Þarna er unga orkan og ferskleikinn kemur inn og hjálpar reynslunni.“ Eiður Smári Guðjohnson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, tók næst til máls en hann er einnig faðir Andra. „Andri er í raun sterkur í öllu. Hann er mikill markaskorari ásamt því að vera góður að tengja spil. Hann er mjög „heilsteyptur“ sem framherji. Við þjálfararnir ræddum þetta val um daginn. Ég er bara aðstoðarþjálfari, ég stend með þeirri ákvörðun sem Arnar Þór tekur. Sama og með Svein Aron Guðjohnsen. Þegar hann er valinn í hópinn þá stíg ég hálfpartinn til hliðar.“ „Við ákváðum þetta þegar við tókum við. Þegar það kemur að drengjunum mínum verð ég að ýta því til hliðar. Við ákváðum það þegar við tókum við U-21 árs landsliðinu.“ „Við höfum séð þetta áður. Voru ekki allir Guðjónssynir í hópnum fyrir X árum síðan, þá á ég við syni Guðjóns Þórðarsonar. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt val fyrir hann. Erum að velja þá leikmenn sem við teljum besta og eiga erindi í verkefnið,“ sagði Eiður Smári að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sjá meira
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas og Patrik með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf