Innlent

Fækkar á gjörgæslu og engin ný tilfelli á Landakoti

Eiður Þór Árnason skrifar
Starfsmenn og sjúklingar á Landakoti voru skimaðir í kjölfar þess að starfsmaður greindist. 
Starfsmenn og sjúklingar á Landakoti voru skimaðir í kjölfar þess að starfsmaður greindist.  Landspítali/Þorkell

Nú liggja 22 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæsludeild og fækkar um einn milli daga. Allir fimm sjúklingarnir eru í öndunarvél. Engin ný tilfelli hafa komið upp á Landakoti eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 á föstudag.

Sex af sautján sjúklingum á bráðlegudeildum spítalans eru óbólusettir og hið sama á við um tvo af sex sjúklingum á gjörgæslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala.

Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti voru sendir í skimun eftir að að starfsmaður greindist. Niðurstöður hafa nú fengist úr sýnatöku og reyndust þær vera neikvæðar. Deildin er lokuð fyrir innlögnum þar til sóttkví verður aflétt við neikvæða sýnatöku á sjöunda degi frá útsetningu.

Þrettán starfsmenn í einangrun

Alls hafa 87 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur og fimmtán hafa þurft gjörgæslustuðning.

Nú eru 946, þar af 226 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans en voru 952 í gær. Tveir sjúklingar eru metnir rauðir og gætu þurft á innlögn að halda á næstunni en 24 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.

Þrettán starfsmenn eru sagðir vera í einangrun með Covid-19, 23 í sóttkví A og 116 í sóttkví C.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×