Sammála því að tilefni sé til að slaka á Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2021 12:02 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24
Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24