Líst ekki vel á sjálfsprófin Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir segir stöðuna á Landspítalanum vera alvarlega fyrir margra hluta sakir. Ekki megi tala þessa veiru niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. „Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira