Líst ekki vel á sjálfsprófin Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir segir stöðuna á Landspítalanum vera alvarlega fyrir margra hluta sakir. Ekki megi tala þessa veiru niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. „Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira