Undrabarnið loks farið í frí eftir að spila á EM og Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 17:46 Pedri í leik gegn Real Sociedad, viku eftir að hann lék til úrslita á Ólympíuleikunum. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 18 ára gamli Pedri spilaði stóra rullu hjá Barcelona á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur var hann í stóru hlutverki hjá liðinu ásamt því að taka þátt á lokakeppni EM U-21 árs landsliða í mars. Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30