Undrabarnið loks farið í frí eftir að spila á EM og Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 17:46 Pedri í leik gegn Real Sociedad, viku eftir að hann lék til úrslita á Ólympíuleikunum. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 18 ára gamli Pedri spilaði stóra rullu hjá Barcelona á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur var hann í stóru hlutverki hjá liðinu ásamt því að taka þátt á lokakeppni EM U-21 árs landsliða í mars. Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30