Slegist um hjálpargögn á Haítí Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 12:08 Íbúar herja á flutningabíl með hjálpargögnum í bænum Vye Terre í gær. Ap/Fernando Llano Vika er liðin frá því að öflugur jarðskjálfti skall á Haítí og hækkar tala látinna og slasaðra dag frá degi. Mikil ólga ríkir í landinu og dæmi um að örvæntingarfullir íbúar berjist um þær litlu neyðarbirgðir sem eru til skiptanna. Nú er talið að nærri tvö þúsund og tvö hundruð hafi látist og yfir tólf þúsund slasast en áætlað er að yfir hundrað þúsund heimili hafi skemmst eða eyðilagst í skjálftanum sem var 7,2 að stærð. Hæg útbreiðsla hjálpargagna og takmörkuð aðstoð stjórnvalda er sögð hafa reitt marga íbúa landsins til reiði sem er enn að jafna sig eftir svipaðar hamfarir sem áttu sér stað árið 2010. Rændu flutningabíla Í umfjöllun New York Times segir að hjálparaðstoð hafi byrjað að berast í litlum skömmtum til borgarinnar Les Cayes í gær sem varð einna verst úti í skjálftanum á laugardag. Takmarkaðar birgðir eru sagðar hafa aukið spennuna á milli örvætingarfullra íbúa og brutust út slagsmál þegar Mishel Martelly, fyrrverandi forseti landsins, færði spítala neyðargögn í gær. Þá heyrðust byssuskot þegar æstur lýður umkringdi bilaðan flutningabíl sem fólk taldi innihalda hjálpargögn. Einnig greindu hjálparsamtökin Food for the Poor frá því að fjórir flutningabílar á þeirra vegum hafi verið rændir á leið sinni á áfangastað en tveir þeirra voru staddir fyrir utan lögreglustöð. Hafa samtökin óskað eftir því að stjórnvöld tryggi öruggan flutning hjálpargagna í landinu. Haítí Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. 19. ágúst 2021 09:20 Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18. ágúst 2021 06:48 Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. 17. ágúst 2021 23:32 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Nú er talið að nærri tvö þúsund og tvö hundruð hafi látist og yfir tólf þúsund slasast en áætlað er að yfir hundrað þúsund heimili hafi skemmst eða eyðilagst í skjálftanum sem var 7,2 að stærð. Hæg útbreiðsla hjálpargagna og takmörkuð aðstoð stjórnvalda er sögð hafa reitt marga íbúa landsins til reiði sem er enn að jafna sig eftir svipaðar hamfarir sem áttu sér stað árið 2010. Rændu flutningabíla Í umfjöllun New York Times segir að hjálparaðstoð hafi byrjað að berast í litlum skömmtum til borgarinnar Les Cayes í gær sem varð einna verst úti í skjálftanum á laugardag. Takmarkaðar birgðir eru sagðar hafa aukið spennuna á milli örvætingarfullra íbúa og brutust út slagsmál þegar Mishel Martelly, fyrrverandi forseti landsins, færði spítala neyðargögn í gær. Þá heyrðust byssuskot þegar æstur lýður umkringdi bilaðan flutningabíl sem fólk taldi innihalda hjálpargögn. Einnig greindu hjálparsamtökin Food for the Poor frá því að fjórir flutningabílar á þeirra vegum hafi verið rændir á leið sinni á áfangastað en tveir þeirra voru staddir fyrir utan lögreglustöð. Hafa samtökin óskað eftir því að stjórnvöld tryggi öruggan flutning hjálpargagna í landinu.
Haítí Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. 19. ágúst 2021 09:20 Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18. ágúst 2021 06:48 Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. 17. ágúst 2021 23:32 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. 19. ágúst 2021 09:20
Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. 18. ágúst 2021 06:48
Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. 17. ágúst 2021 23:32