Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 18:05 Utanríkisráðuneytið hefur lagt til 60 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins um stöðuna í Afganistan. Fram kemur í yfirlýsingu fundarins aðbandalagið leggi nú allt kapp á að flytja ríkisborgara bandalags- og samstarfsríkja frá Afganistan sem og afganska ríkisborgara sem eru í sérstakri hættu, sérstaklega þau sem hafa starfað fyrir bandalagið. „Afganska þjóðin hefur fært miklar fórnir á síðustu tuttugu árum til að koma á friði og umbótum, bæta öryggi, mannréttindi, aðgengi að menntun og stöðu kvenna og stúlkna. Aðstoð alþjóðasamfélagsins byggist á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Atlantshafsbandalagsins undanfarin ár hefur verið að veita þjálfun og ráðgjöf á sviði öryggis- og varnarmála,“ er haft eftir Guðlaugi Þór ítilkynningunni. „Sú staða sem upp er komin í landinu er því áfall og hætt við að kastað verði á glæ þeim framförum sem orðið hafa ílandinu á þessum tíma,“ segir Guðlaugur. Kallað er eftir því að valdhafar í Afganistan, Talibanar, virði alþjóðlegar skuldbindingar landsins, mannréttindi og réttindi kvenna, barna og minnihlutahópa. Tryggja þurfi áfram óheftan aðgang mannúðaraðstoðar. Átök hafa staðið yfir íAfganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand þar lengi verið slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands. „Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina,“ segir í tilkynningunni. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20. ágúst 2021 16:34 Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins um stöðuna í Afganistan. Fram kemur í yfirlýsingu fundarins aðbandalagið leggi nú allt kapp á að flytja ríkisborgara bandalags- og samstarfsríkja frá Afganistan sem og afganska ríkisborgara sem eru í sérstakri hættu, sérstaklega þau sem hafa starfað fyrir bandalagið. „Afganska þjóðin hefur fært miklar fórnir á síðustu tuttugu árum til að koma á friði og umbótum, bæta öryggi, mannréttindi, aðgengi að menntun og stöðu kvenna og stúlkna. Aðstoð alþjóðasamfélagsins byggist á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Atlantshafsbandalagsins undanfarin ár hefur verið að veita þjálfun og ráðgjöf á sviði öryggis- og varnarmála,“ er haft eftir Guðlaugi Þór ítilkynningunni. „Sú staða sem upp er komin í landinu er því áfall og hætt við að kastað verði á glæ þeim framförum sem orðið hafa ílandinu á þessum tíma,“ segir Guðlaugur. Kallað er eftir því að valdhafar í Afganistan, Talibanar, virði alþjóðlegar skuldbindingar landsins, mannréttindi og réttindi kvenna, barna og minnihlutahópa. Tryggja þurfi áfram óheftan aðgang mannúðaraðstoðar. Átök hafa staðið yfir íAfganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand þar lengi verið slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands. „Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina,“ segir í tilkynningunni.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20. ágúst 2021 16:34 Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20. ágúst 2021 16:34
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19