Innlent

Flótta­manna­nefnd skilar til­lögum um mót­töku Af­gana til ráð­herra í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ásmundi Einari Daðasyni munu berast tillögur flóttamannanefndar um móttöku Afgansks flóttafólks í dag.
Ásmundi Einari Daðasyni munu berast tillögur flóttamannanefndar um móttöku Afgansks flóttafólks í dag. Vísir/Vilhelm

Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu.

Nefndin fundaði í dag til að leggja lokahönd á tillögurnar og hafði það að markmiði að leggja þær fyrir ráðherra fyrir eða um helgina svo ríkisstjórn geti fjallað um þær á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag.

Stefán segir að nefndin muni ekki greina nánar frá því í hverju tillögurnar felast. Það sé nú í höndum ríkisstjórnarinnar. 

Nefndin var kölluð saman í vikunni af Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem hefur umsjón með þessum málaflokki. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ásmundi vegna málsins en ljóst er að tillögurnar munu berast honum fyrir dagslok.


Tengdar fréttir

Þúsundir freista þess að flýja Talibana

Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst.

Von­svikinn og leitar svara um mót­töku af­gansks flótta­fólks

Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.