Erlent

Yfirvöld í Nýja Suður-Wales framlengja sóttvarnaaðgerðir

Heimir Már Pétursson skrifar
Það eru fáir á ferð í Sydney þessa dagana, þar sem strangar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi.
Það eru fáir á ferð í Sydney þessa dagana, þar sem strangar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi. epa/Dan Himbrechts

Strangar sóttvarnaaðgerðir í Sydney í Ástralíu hafa verið framlengdar út septembermánuð eftir mikla fjölgun smitaðra að undanförnu.

Lokunaraðgerðir hafa verið í gangi í borginni frá 26. júní en þá voru tíu dagar frá því Delta-afbrigði kórónuveirunnar kom upp í Nýja Suður-Wales en dreifing þess hefur verið hvað mest í Sydney. 

Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, sem Sydney tilheyrir, greindi frá framlengingu aðgerða í gær eftir að yfir sex hundruð manns höfðu greinst með veiruna fjórða daginn í röð. 

Útgöngubann verður í þeim hverfum borgarinnar þar sem flestir hafa smitast frá kl. 21 á kvöldin til kl. 5 á morgnanna. Frá því hertar aðgerðir voru teknar upp í júni hafa 65 manns látist vegna Covid-19 í Nýja Suður-Wales.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×