Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 22:31 Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Tveir ráðherrar til viðbótar hafa lagt áherslu á að skoða þurfi reglur um sóttkví ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Um sjö hundruð börn eru í sóttkví nú þegar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að markmiðið hefði ávallt verið að lágmarka áhrif sóttvarnaaðgerða á skólastarf. Því þyrfti að skoða framkvæmd sóttkvíar og hraðprófa til að halda í við þá stefnu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að taka þurfi þetta fyrirkomulag til endurskoðunar til að halda samfélaginu gangandi. Þórdís segir veiruna það víða í samfélaginu að með núverandi framkvæmd mun stór hópur fólks þurfa að vera í sóttkví á hverjum tíma. „Mér finnst það eðlileg vangavelta að spyrja sig að því hvernig við ætlum að glíma við það og því þurfum við að svara,“ segir Þórdís. Sigurður Ingi sagði sömuleiðis að skoða þyrfti hvort hætt yrði alveg við sóttkví fullbólusettra. Spurð út í þessi ummæli Sigurðar um sóttkví fullbólusettra svarar Þórdís: „Hann var þarna að viðra sínar skoðanir og ég get alveg tekið undir þær.“ Hún vill einnig skoða notkun hraðprófa sem eru notuð víða um heim. „Við erum einfaldlega komin á þann stað að við hljótum líta til annarra verkfæra til að geta komist í eðlilegt líf en samt sem áður lifað með því að þarna er faraldur og veira sem við þurfum að hafa einhverja vitneskju hvar hún er og hvaða áhrif hún hefur. Hraðpróf er bara enn eitt verkfærið sem við eigum að sjálfsögðu að nota.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira