Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2021 21:00 Íris bæjarstjóri með nöfnu sína og Ágúst, hænsnabóndi með meiru í Vestmannaeyjum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris
Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira