Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 23:30 Mike Ashley, stofnandi og stærsti hluthafi Sports Direct, hefur aldrei verið vinsæll í Newcastle. Mynd/Getty SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira