Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 08:51 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, umber ekki frjáls fjölmiðla eða andóf. Hann hefur verið nefndur síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur verið vil völd í meira en aldarfjórðung. AP/Andrei Stasevich/BelITA Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda. Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Starfsmönnum vefmiðilsins BelaPAN hefur hvorki tekist að ná sambandi við Levshynu né Zakhar Sjerbakov, einn fréttamanna sinna. Húsleit var einnig gerð á heimili hans og annars fréttamanns miðilsins, hefur Reuters-fréttastofan eftir blaðamannasamtökunum. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka forseta gengur nú hart fram gegn sjálfstæðum fjölmiðlum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum í kjölfar fjöldamótmæla sem áttu sér stað eftir forsetakosningar í fyrra. Vestræn ríki telja að Lúkasjenka hafi haft rangt við þegar hann var endurkjörinn. Blaðamannasamtökin segja að auk þeirra þrjátíu félaga sem sitja í fangelsi standi nú yfir um fimmtíu sakamálarannsóknir á fjölmiðlafólki í landinu. Húsleit var gerð hjá fjölda blaðamanna, aðgerðasinna og félagasamtaka sem stjórnvöld saka um hafa skipulagt mótmæli í síðasta mánuði. Stepan Latypov er einn þeirra sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir að skipuleggja mótmæli. Hann hlaut átta og hálfs árs dóm eftir að réttarhöld yfir honum hófust á ný á mánudag. Hlé var gert á þeim eftir að Latypov reyndi að skera sig á háls í réttarsal í júní. Hann hafði áður kvartað undan því að hann sætti pyntingum í fangelsi og fjölskylda hans og nágrannar mættu þola ógnanir yfirvalda.
Hvíta-Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58