Erlent

Með­limir stúdenta­ráðs Há­skólans í Hong Kong hand­teknir

Heimir Már Pétursson skrifar
Stúdentarnir eru sakaðir um stuðning við hryðjuverk.
Stúdentarnir eru sakaðir um stuðning við hryðjuverk. AP

Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong.

Stúdentarnir eru sakaðir um stuðning við hryðjuverk eftir að þeir tóku þátt í um þrjátíu manna fundi í stúdentaráðinu í síðasta mánuði þar sem samþykkt var tillaga um að syrgja námsmann sem stakk lögregluþjón með hnífi í öxlina og svipti sig eftir það lífi.

AP fréttastofan hefur eftir fjölmiðlum í borginni að forseti ráðsins og formaður þess séu meðal hinna fjögurra sem handteknir voru í morgun.

Stjórnvöld í Peking, höfuðborg Kína, þrýstu á að mjög ströng öryggislög yrðu samþykkt á þingi Hong Kong árið 2019. Lögin hafa síðan verið notuð til að handtaka rúmlega hundrað mótmælendur.

Yfirvöld vöruðu við því að maðurinn sem stakk lögregluþjóninn yrði syrgður og eftir það dró stúdentaráðið ályktun sína til baka og háskólinn sleit samband sitt við ráðið.

Gagnrýnendur segja öryggislögin notuð til að skerða frelsi almennings og séu brot á samkomulagi við Breta eftir yfirtöku Kína á Hong Kong.

Þar hefði verið kveðið á um óbreytta stöðu borgarinnar gagnvart stjórnvöldum í Kína í fimmtíu ár frá yfirtökunni árið 1997.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.