Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 21:01 Daníel Isebarn Ágústsson er lögmaður Öryrkjabandalagsins. egill aðalsteinsson Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. „Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
„Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira