Erlent

Allir þrír um borð taldir af eftir flug­slys í Rúss­landi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Maður nokkur náði flugslysinu á myndband.
Maður nokkur náði flugslysinu á myndband. skjáskot/youtube

Talið er að allir þrír sem voru um borð í til­rauna­flugi rússneskrar herflugvélar hafi látist þegar hún hrapaði til jarðar á höfuðborgarsvæði Moskvu í dag. At­vikið náðist á mynd­band sem má sjá hér neðar í fréttinni.

Flug­véla­fram­leiðandinn var að prófa frum­gerð af nýrri her­flutninga­ vél, sem heitir Ilyus­hin Il-112V, þegar eldur kom upp í öðrum hreyfli hennar.

Á mynd­bandinu má sjá hvernig vélin, sem flýgur afar lágt yfir jörðu, tekur snögga beygju til hægri eftir að eldurinn kemur upp og hrapar svo til jarðar, með nefið á undan.

Í eigu rússneksa ríkisins

Fram­leiðandinn sem var að prófa vélina heitir United Aircraft Cor­por­ation og er í meiri­hluta­eigu rúss­neska ríkisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að hanna og framleiða herflugvélar.

Samkvæmt miðlinum Reuters var óljóst af tilkynningu framleiðandans hvort einhver hefði látist í slysinu.

Heimildarmenn fjölmiðilsins herma þó að talið sé að allir þrír áhafnarmeðlimir vélarinnar hafi látist. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×