Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 13:29 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sér um að flytja ferðamennina af sóttvarnarhúsum og Landspítala og út á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón. Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón.
Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira