Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 09:07 Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan, mörgum íbúum landsins til mikillar skelfingar. (AP Photo/Rahmat Gul Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana. Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana.
Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira