Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 10:01 Leikmenn mótmæla í leiknum í Kórnum í gær. Elías Ingi Árnason með gula spjaldið á lofti. Skjámynd/S2 Sport Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira