Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 21:41 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina nú í kvöld. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“ Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“
Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira