Innlent

Jakob Frímann í viðræðum um að leiða Flokk fólksins í NA-kjördæmi

Snorri Másson skrifar
Jakob Frímann hefur áður komið við sögu stjórnmálanna hér á landi.
Jakob Frímann hefur áður komið við sögu stjórnmálanna hér á landi. ÍSLAND GOT TALENT

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður kemur sterklega til greina sem oddviti fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

„Það er ekki búið að ákveða það endanlega, en einhver rúmor hefur orðið til og einhver samtöl, en þetta er „premature“ sem þessu er slegið upp,“ segir Jakob Frímann í samtali við Vísi.

Þar vísar hann til fréttar Austurfréttar, sem fyrst greindi frá því að Jakob myndi leiða lista flokksins í kjördæminu.

En það er þó eitthvað til í þessu?

„Þetta hefur verið rætt en þetta er ekki endanlegt,“ segir Jakob Frímann við Vísi. „Það er ýmislegt skrafað og spjallað en það á eftir að taka endanlega ákvörðun hvað verður ef eitthvað, þannig að allt annað er bara spekúlasjón.“

Jakob Frímann hefur löngum haft annan fótinn á Austurlandi, meðal annars við uppbyggingu í ferðaþjónustu í Lóni nærri Höfn í Hornafirði. Þá hefur hann áður verið varaþingmaður fyrir Samfylkinguna en yfirgaf flokkinn árið 2007 og fór í framboð fyrir Íslandshreyfinguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×