Segja áfallaþol og órofinn rekstur grundvöll öryggis ferðaþjónustufyrirtækja Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 13:39 Jóhannes Þór Skúlason er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn segja ljóst að töluverðar líkur séu á að Covid-19 smit geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja á næstu vikum og mánuðum á meðan faraldurinn gengur yfir samfélagið, með stýrðum hætti eins og kostur er, þar til hjarðónæmi er náð meðal þjóðarinnar. Í tilkynningu sem samtökin þrjú sendu frá sér í morgun segir að yfirlýsingar og fyrirmæli stjórnvalda og sóttvarnaryfirvalda séu á þann veg að ekki séu aðrar leiðir færar en hjarðónæmi þar sem bólusettir einstaklingar geta verið smitberar eins og aðrir þrátt fyrir að bólusetningar veiti mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Því sé ljóst að framundan sé tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur. Almannavarnir koma tilmælum til ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að samtökin þrjú hafi fundað með almannavörnum í vikunni og að þær hafi bent á nokkur atriði sem mikilvægt væri að skerpa á. Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna vilja því í sameiningu benda ferðaþjónustufyrirtækjum á eftirfarandi: Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu. Rekstraraðilum er bent á að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart og að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga til að tryggja órofna starfsemi sem best. M.a. getur þurft að huga að hólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita. Mikilvægt er að gæta að skörun milli vakta eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit. Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun. Rekstraraðilum er bent á að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar. Ekki sé verið að skamma ferðaþjónustufyrirtæki Jóhannes Þór segir að ástæða þess að samtökin impra á sóttvörnum sé ekki vegna þess að sóttvarnir ferðaþjónustufyrirtækja hafi verið bágbornar undanfarið heldur sé einfaldlega gott að minna á þær. Hann segir að aðalatriðið frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar sé að nú virðist sem faraldurinn muni fylgja samfélaginu næstu árin. Því sé mikilvægt að benda á að góðar sóttvarnir valdi minni truflun á rekstri fyrirtækja en að starfsfólk smitist eða þurfi í sóttkví. Þannig haldist hagsmunir ferðaþjónustunnar og allra landsmanna í hendur í baráttunni við veiruna. Samtökin þrjú segja ferðaþjónustuna eina af grunnstoðum samfélagsins og því mikilvæg öllum landsmönnum. Landsmenn njóti ekki einungis þjónustu hennar til dæmis yfir sumartímann heldur sé ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verði við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Í tilkynningu sem samtökin þrjú sendu frá sér í morgun segir að yfirlýsingar og fyrirmæli stjórnvalda og sóttvarnaryfirvalda séu á þann veg að ekki séu aðrar leiðir færar en hjarðónæmi þar sem bólusettir einstaklingar geta verið smitberar eins og aðrir þrátt fyrir að bólusetningar veiti mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Því sé ljóst að framundan sé tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur. Almannavarnir koma tilmælum til ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að samtökin þrjú hafi fundað með almannavörnum í vikunni og að þær hafi bent á nokkur atriði sem mikilvægt væri að skerpa á. Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna vilja því í sameiningu benda ferðaþjónustufyrirtækjum á eftirfarandi: Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu. Rekstraraðilum er bent á að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart og að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga til að tryggja órofna starfsemi sem best. M.a. getur þurft að huga að hólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita. Mikilvægt er að gæta að skörun milli vakta eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit. Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun. Rekstraraðilum er bent á að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar. Ekki sé verið að skamma ferðaþjónustufyrirtæki Jóhannes Þór segir að ástæða þess að samtökin impra á sóttvörnum sé ekki vegna þess að sóttvarnir ferðaþjónustufyrirtækja hafi verið bágbornar undanfarið heldur sé einfaldlega gott að minna á þær. Hann segir að aðalatriðið frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar sé að nú virðist sem faraldurinn muni fylgja samfélaginu næstu árin. Því sé mikilvægt að benda á að góðar sóttvarnir valdi minni truflun á rekstri fyrirtækja en að starfsfólk smitist eða þurfi í sóttkví. Þannig haldist hagsmunir ferðaþjónustunnar og allra landsmanna í hendur í baráttunni við veiruna. Samtökin þrjú segja ferðaþjónustuna eina af grunnstoðum samfélagsins og því mikilvæg öllum landsmönnum. Landsmenn njóti ekki einungis þjónustu hennar til dæmis yfir sumartímann heldur sé ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verði við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira