Erlent

Tíu ára barn meðal látnu í Plymouth

Heimir Már Pétursson skrifar
Árásin átti sér stað í Keyham-hverfinu í Plymouth.
Árásin átti sér stað í Keyham-hverfinu í Plymouth. AP/Ben Birchall

Byssumaður myrti fimm manns og var síðan sjálfur felldur af lögreglu í Plymouth í Bretlandi í gærkvöldi. Þrjár konur létust og tveir karlar auk byssumannsins. Lögregla skoðar árásina ekki sem hryðjuverk.

Haft var eftir Luke Pollard, þingmanni svæðisins, í gærkvöldi að einn hinna föllnu hafi verið barn undir tíu ára aldri. 

Lögregla telur engan annan en byssumanninn tengjast árásinni. 

Vitni sem býr í nágrenni árásarinnar segist hafa heyrt hróp og köll og síðan skotkvelli. Árásarmaðurinn hafi sparkað upp hurð á húsi og farið inn og byrjað að skjóta. Skömmu síðar hafi hann komið út og haldið áfram að skjóta í allar áttir þar sem hann hljóp niður götuna. 

Lögregla skorar á alla þá sem kunni að hafa tekið myndir af árásinni að birta þær ekki á samfélagsmiðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×