Innlent

Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust.
Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust.

Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðast­liðinn. Eig­andi hrossanna segist gríðar­lega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dag­skrá sé að sækja þau.

„Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guð­rún Jóns­dóttir á Sand­bakka í Flóa, eig­andi hrossanna í sam­tali við Vísi í kvöld.

Hrossin sáust úr flug­vél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eið­faxi greinir frá því að þau hafi verið stað­sett við Hrossa­dals­brún, sem er fyrir ofan Hrossa­dal innan af Laugar­vatns­fjalli.

Hrossin fimm fældust í hesta­ferð skammt frá Gat­felli á Uxa­hryggja­leið, suð­vestur af Skjald­breið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gat­felli og að Hrossa­dals­brún, þar sem hrossin sáust í dag.

Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir

„Við erum marg­oft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guð­rún. Þar til loks í dag.

„Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auð­vitað rosa­lega leit­ótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“

Guð­rún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin.

„Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guð­rún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn.

Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×