Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 22:31 Hér má sjá þrjú af hrossunum fimm sem týndust. Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðastliðinn. Eigandi hrossanna segist gríðarlega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dagskrá sé að sækja þau. „Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað. Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
„Þau fara ekki sjálf niður af þessu fjalli,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Sandbakka í Flóa, eigandi hrossanna í samtali við Vísi í kvöld. Hrossin sáust úr flugvél sem flaug yfir svæðið í leit að þeim í dag. Eiðfaxi greinir frá því að þau hafi verið staðsett við Hrossadalsbrún, sem er fyrir ofan Hrossadal innan af Laugarvatnsfjalli. Hrossin fimm fældust í hestaferð skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið. Kortið hér að neðan sýnir beina línu frá Gatfelli og að Hrossadalsbrún, þar sem hrossin sáust í dag. Kortið sýnir í grófum dráttum fjarlægðina milli Gatfells og Hrossadalsbrúnar, sem er merkt með bláum punkti. Til samanburðar sést hve langt er á milli Mosfellsbæjar og Hveragerðis í neðra vinstra horni kortsins.loftmyndir „Við erum margoft búin að fljúga yfir þetta svæði en þau hafa bara ekki sést,“ segir Guðrún. Þar til loks í dag. „Þarna bara birtast þau bara allt í einu þegar við fljúgum yfir í dag. Þetta svæði er auðvitað rosalega leitótt. Það er alltaf næsta gil og næstu ás. Ég er bara mjög fegin að þau séu fundin.“ Guðrún segist gera ráð fyrir að fara með góðum hópi fólks á morgun á hestum að sækja hrossin. „Þau hafa verið að reyna að komast heim en fara ekki sjálf niður af þessu fjalli. En þau eru í góðu standi. Þarna hefur verið nóg að éta fyrir þau,“ segir Guðrún, sem er að vonum afskaplega sátt eftir daginn. Hún hlakkar til að sjá aftur hrossin eftir langan aðskilnað.
Hestar Dýr Bláskógabyggð Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira