Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 21:13 Óskar Hrafn Þorvaldsson var stoltur af frammistöðu síns liðs í einvíginu gegn Aberdeen. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt. „Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira