Innlent

Upplýsingafundur í dag og allir óbólusettir velkomnir í Höllina í næstu viku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bólusett í Laugardalshöll.
Bólusett í Laugardalshöll.

Boðað hefur verið til upplýsingafundar kl. 11 í dag um stöðu kórónuveirufaraldursins. Á fundinum fara Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir málin og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um stöðuna á spítalanum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, bæði á íslensku og pólsku.

Búið er að setja niður dagskrá fyrir bólusetningar í næstu viku en þá verður endurbólusetning hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar gefnir þeim sem fengu Janssen fyrir að minnsta kosti 28 dögum.

Bólusett verður í Laugardalshöll mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá kl. 10 til 15. Boð verða send á þá sem eiga að mæta á ákveðnum tíma en óbólusettir eru velkomnir hvenær sem er á opnunartímanum.

Á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfi ekki að mæta í annan Pfizer örvunarskammt.

86,3 prósent landsmanna 16 ára og eldri eru nú fullbólusett og 6,6 prósent hálfbólusett.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×