Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 15:53 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í september. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira