Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:05 Landspítali Fossvogi Vísir/vilhelm Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira