Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. ágúst 2021 13:55 Fulltrúar sveitarstjórna á Reykjanesi funda með ráðherrum í Grindavík. Vísir/Sigurjón Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“ Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“
Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46
Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26