Innlent

Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna að loknum fundi sem talið er að ljúki um tólf leytið.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna að loknum fundi sem talið er að ljúki um tólf leytið. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrir fundinn í morgun að næstu skref yrðu rædd á fundinum og greint yrði frá hver þau yrðu að fundi loknum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í morgun að aðgerðir til lengri tíma yrðu þó ekki kynntar strax.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er við Salthúsið í Grindavík og grípur ráðherra tali að fundi loknum.

Uppfært klukkan 12:20. Fundi ríkisstjórnarinnar í Salthúsinu í Grindavík er að ljúka og hádegismatur fram undan hjá ráðherrum. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að ráðherrar muni ekki veita viðtöl eftir fundinn. Haldinn verður blaðamannafundur klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. Hann verður í beinni útsendingu hér á Vísi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.