Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 20:59 Ómar Úlfur ferðaðist til landsins með Icelandair. Vísir/Vilhelm Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira