Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2021 17:40 Töluverður fjöldi var samankominn í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis. Skjáskot Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Leikarinn Jón Gnarr er einn af þeim fjölmörgu sem komu með til landsins nú síðdegis og birtir hann myndskeið af mikilli örtröð í komusalnum. Sjá má að lítið bil er á milli manna þó flestir ef ekki allir séu með grímur. „það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér, “skrifar Jón á kaldhæðin hátt með myndbandinu sem sjá má hér að neðan. það má alls ekki þjóðhátíð en þetta er í lagi? engin smithætta hér pic.twitter.com/POVIt9PnHH— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Birtir hann einnig mynd þar sem sjá töluverðan fjölda fólks í einni kös. Segir Jón að engin röð og regla sé fyrir hendi. svona erum við búin að standa í klukkutíma. það er engin röð eða regla heldur treðst fólk bara. þetta er sturlun pic.twitter.com/OT3cNz4r3O— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þetta er ekki fyrsta fréttin sem sögð er af örtröð á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Við komuna til landsins þarf að framvísa bólusetningarvottorði eða fara í sýnatöku. Örtröðin myndast þar sem flestir sem hingað koma til lands eru bólusettir og tíma tekur að fara yfir vottorðin. góðir farþegar, velkomin heim! pic.twitter.com/DIuaKQFhOL— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 7, 2021 Þá virðist einnig lítið vera hægt að gera til að bregðast við þessu ástandi ef marka má orð Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli í samtali við mbl.is á dögunum. Þar kom fram að farþegafjöldinn í komusalnum væri einfaldlega of mikill miðað við þá afkastagetu sem er fyrir hendi. Búið sé að fjölga skoðunarstöðvum bólusetningarbottorð í átján, og ekki sé hægt að koma fleiri fyrir. Segist hann skilja vel áhyggjur fólks en aðstaðan sem er fyrir hendi bjóði einfaldlega ekki upp á annað en það sem er nú í boði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5. ágúst 2021 12:56