Misstu fyrst Messi og svo Aguero þar til í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Sergio „Kun“ Aguero byrjar tímabilið á meiðslalistanum. EPA-EFE/Alejandro Garcia Aðeins nokkrum dögum eftir að Barcelona tilkynnti að Lionel Messi yrði ekki lengur hjá félaginu þá kom annað áfall. Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira
Sergio Aguero gekk til liðs við Barcelona í sumar á frjálsri sölu frá Manchester City en hann missir af fyrstu tíu vikum tímabilsins. Sergio Aguero will have to wait to make his Barcelona debut after it was confirmed a calf injury has ruled the striker out for 10 weeks.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2021 Aguero var mikið meiddur síðustu árin sín hjá Manchester City og hann var ekki lengi að meiðast hjá Barca. Hann meiddist á kálfa á æfingu á sunnudaginn og nú er ljóst að meiðslin eru alvarleg. Hinn 33 ára gamli argentínski framherji gat ekki spilað sinn fyrsta leik í gær vegna meiðslanna en Barcelona vann þá 3-0 sigur á Juventus í árlega Joan Gamper bikarnum á Nývangi. „Það er synd að hann skyldi meiðast og gat ekki spilað þrjátíu mínútur í Gamper leiknum. Þetta er áfall fyrir liðið því hann var að æfa á fullu og getur komið með gæði inn í framlínu liðsins,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Barcelona. Sergio Aguero will miss two months with an injury, per multiple reports.He s yet to make an appearance for Barcelona pic.twitter.com/e7d7U1vGNf— B/R Football (@brfootball) August 9, 2021 Fyrsti leikur Barcelona í spænsku deildinni verður á móti Real Sociedad á sunnudaginn. Þar verður auðvitað enginn Messi, enginn Sergio Aguero og þá eru þeir Ansu Fati og Ousmane Dembele líka fjarri góðu gamni. Nú reynir því meira á Antoine Griezmann og danska landsliðsframherjann Martin Braithwaite. Memphis Depay er líka mættur og hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Depay og Braithwaite voru báðir á skotskónum í sigrinum á Juve.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Sjá meira