Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Í stað landsfundar verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman á rafrænum fundi sömu helgi, 27.-29. ágúst, að því er segir í tilkynningu á vef flokksins. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins, segir nú ljóst að enginn landsfundur verði haldinn fyrir Alþingiskosningarnar sem fara fram 25. september. Ekki sé hægt að kalla saman samkomu eins og landsfund þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. Um 1.200 manns sóttu síðasta landsfund flokksins. Þó að landsfundur sé gríðarlega mikilvæg samkoma fyrir flokkinn og flokksmenn hafi hlakkað til að hittast segir Þórður að það væri hvorki heimilt né ábyrgt að halda fundinn við þessar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haldið landsfund frá því í mars árið 2018 en faraldurinn kom í veg fyrir að hann yrði haldinn í nóvember og aftur í vor. Á landsfundum hafa fulltrúar mótað stefnu flokksins sem stuðst er við í stefnuskrá hans fyrir kosningar. Þórður segir að flokksráðsfundur hafi allar sömu heimildir og landsfundur til þess að samþykkja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Á flokksráðsfundi eiga um 700 manns seturétt, þar á meðal forysta flokksins, kjörnir fulltrúar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum, stjórnir kjördæmisráða og margir fleiri. Dagskrá flokksráðsfundarins verður ákveðin í næstu viku en Þórður segir óhætt að reikna með því að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar verði þar ofarlega á baugi.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira