Erlent

Þrjú látin eftir lestarslys í Tékklandi

Árni Sæberg skrifar
Gríðarlegar skemmdir urðu á lestunum.
Gríðarlegar skemmdir urðu á lestunum. Miroslav Chaloupka/AP

Tvær lestir rákust saman í dag nálægt tékkneska bænum Pilsen. Þrjú eru látin og sex eru í lífshættu. Tékknesk yfirvöld kenna mannlegum mistökum um.

Hraðlest sem var á leið frá Munchen í Þýskalandi til Prag í Tékklandi rakst framan á tékkneska farþegalest. Samgönguráðherra Tékklands kennir mannlegum mistökum lestarstjóra þýsku lestarinnar um slysið. Hann fullyrðir að þýska lestin hafi ekki virt stöðvunarskyldu.

Hin látnu eru báðir lestarstjórarnir og kvenkyns farþegi annarar lestarinnar.

Mikill fjöldi viðbragðsaðila mætti á vetttvang, meðal annars þýska lögreglan sem bauðst til að aðstoða þar sem fjölmargir Þjóðverjar voru um borð í annarri lestinni. Fjórar þyrlur fluttu slasaða á spítala.

Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, vottaði samúð sína á Twitter. „Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna þeirra látnu. Það er mikilvægt að bjarga hinum slösuðu. Síðan þarf að rannsaka allt,“ sagði Babis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.