Enski boltinn

Grealish færist sífellt nær City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Grealish hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Aston Villa, allavega í bili.
Jack Grealish hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Aston Villa, allavega í bili. getty/Neville Williams

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jack Grealish gangi í raðir Englandsmeistara Manchester City.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að City kaupi Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Það myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Svo virðist sem aðeins eigi eftir að hnýta nokkra lausa enda áður Grealish verður kynntur sem leikmaður City. Hann gerir fimm ára samning við félagið.

Aston Villa bauð Grealish nýjan samning en ákvað að standa í vegi hans að fara til City þar sem hann fær tækifæri til að spila í Meistaradeild Evrópu.

Grealish er uppalinn hjá Aston Villa og hefur leikið með liðinu allan sinn feril fyrir utan tímabilið 2013-14 þegar hann var á láni hjá Notts County.


Tengdar fréttir

Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag

Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.