Ræningjarnir yfirgáfu skipið Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 10:10 Gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess var siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. AP/Jon Gambrell Vopnaðir menn sem fóru um borð í olíuflutningaskip undan ströndum Óman í gær, yfirgáfu skipið Sjóher Bretlands tilkynnti þetta í morgun og var skipinu siglt í átt að Óman skömmu seinna. Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni. Íran Óman Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni.
Íran Óman Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira