Hafa þurft að fresta hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:30 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Uppsveifla í smitum innanlands hefur gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítala að sögn skurðlæknis sem segir skorta skilning á viðkvæmri stöðu spítalans. Fresta hefur þurft hálfbráða hjartaaðgerðum vegna skorts á gjörgæslurýmum. Tölurnar ekki svo einfaldar Lítill hluti þeirra sem hafa smitast í þessari stærstu bylgju faraldursins hefur þurft á spítalainnlögn að halda eða einungis 24 af þeim 1.470 smituðu. Skurðlæknir á Landspítalanum segir að tölurnar séu þó ekki svo einfaldar. „Við Íslendingar höfum mun færri gjörgæslurúm per hundrað þúsund íbúa en nágrannaþjóðirnar og þetta höfum við vitað lengi en ástandið er sérstaklega erfitt núna í sumar því það var tekin sú ákvörðun í upphafi sumars að fækka þeim úr þrettán á Landspítala í tíu þannig að við máttum illa við þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar.“ Tómas segir að hafa verði í huga að einn sjúklingur með Covid-19 sé ekki sambærilegur öðrum sjúklingum. Hann krefjist mun meiri hjúkrunar og læknisumönnunar. „Og það er miklu flóknara með sóttvarnir gagnvart öðrum sjúklingum sem liggja þarna inni þannig ástandið hefur verið mjög erfitt undanfarið.“ Skorti skilning á erfiðri starfsemi „Mér finnst ekki alltaf gæta skilnings á starfsemi spítalans og í rauninni hvað hún er viðkvæm. Það jákvæða í þessu er samt að gjörgæslumeðferð á Íslandi er af mjög miklum gæðum og það sannaðist núna í þessum stærsta kúfi til dæmis upp á það hversu margir lifðu meðferðina af. Meðferðin er mjög góð en hún er veitt við mjög erfiðar aðstæður og í húsnæði sem er algjörlega orðið úrelt.“ Fresta hálfbráða hjartaaðgerðum Hann segir starfsfólk langþreytt og að faraldurinn hafi keðjuverkandi áhrif á aðra starfsemi spítalans. Nefnir hann sjúklinga á hjartadeildinni sem dæmi. „Við erum háðir því að koma okkar sjúklingum fyrir á gjörgæslu eftir allar opnar hjartaaðgerðir. Það hefur verið mjög erfitt núna undanfarnar tvær vikur að koma sjúklingum að. Sjúklingar sem hafa hreinlega þurft að bíða inniliggjandi og ekki komist í aðgerð vegna þess að það hefur ekki veri neitt gjörgæslurými til að koma þeim fyrir í. Þetta eru ekki sjúklingar sem eru beint í lífshættu, þeim sinnum við auðvitað alltaf en þetta eru samt sjúklingar sem hefðu þurft aðgerð fyrr og er óæskilegt að bíða með svona lengi.“ Lítið megi út af bregða Starfsemin sé brothætt og litlu þurfi að muna svo að illa geti farið. Ekki megi gleyma að spítalinn hafi ekki verið efldur á tímum heimsfaraldurs. Því þurfi innanlandsaðgerðir. „Það þarf ekki annað en eitthvað slys eða annað sem gæti lagt starfsemina á hliðina í rauninni og ég tala nú ekki um ef það myndi fjölga mjög Covid-19 smitum vegna þess að við förum óvarlega eða tökum þetta ekki föstum tökum þá getur það haft mjög mikil áhrif fyrir aðra sjúklinga líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Tölurnar ekki svo einfaldar Lítill hluti þeirra sem hafa smitast í þessari stærstu bylgju faraldursins hefur þurft á spítalainnlögn að halda eða einungis 24 af þeim 1.470 smituðu. Skurðlæknir á Landspítalanum segir að tölurnar séu þó ekki svo einfaldar. „Við Íslendingar höfum mun færri gjörgæslurúm per hundrað þúsund íbúa en nágrannaþjóðirnar og þetta höfum við vitað lengi en ástandið er sérstaklega erfitt núna í sumar því það var tekin sú ákvörðun í upphafi sumars að fækka þeim úr þrettán á Landspítala í tíu þannig að við máttum illa við þessari nýjustu bylgju kórónuveirunnar.“ Tómas segir að hafa verði í huga að einn sjúklingur með Covid-19 sé ekki sambærilegur öðrum sjúklingum. Hann krefjist mun meiri hjúkrunar og læknisumönnunar. „Og það er miklu flóknara með sóttvarnir gagnvart öðrum sjúklingum sem liggja þarna inni þannig ástandið hefur verið mjög erfitt undanfarið.“ Skorti skilning á erfiðri starfsemi „Mér finnst ekki alltaf gæta skilnings á starfsemi spítalans og í rauninni hvað hún er viðkvæm. Það jákvæða í þessu er samt að gjörgæslumeðferð á Íslandi er af mjög miklum gæðum og það sannaðist núna í þessum stærsta kúfi til dæmis upp á það hversu margir lifðu meðferðina af. Meðferðin er mjög góð en hún er veitt við mjög erfiðar aðstæður og í húsnæði sem er algjörlega orðið úrelt.“ Fresta hálfbráða hjartaaðgerðum Hann segir starfsfólk langþreytt og að faraldurinn hafi keðjuverkandi áhrif á aðra starfsemi spítalans. Nefnir hann sjúklinga á hjartadeildinni sem dæmi. „Við erum háðir því að koma okkar sjúklingum fyrir á gjörgæslu eftir allar opnar hjartaaðgerðir. Það hefur verið mjög erfitt núna undanfarnar tvær vikur að koma sjúklingum að. Sjúklingar sem hafa hreinlega þurft að bíða inniliggjandi og ekki komist í aðgerð vegna þess að það hefur ekki veri neitt gjörgæslurými til að koma þeim fyrir í. Þetta eru ekki sjúklingar sem eru beint í lífshættu, þeim sinnum við auðvitað alltaf en þetta eru samt sjúklingar sem hefðu þurft aðgerð fyrr og er óæskilegt að bíða með svona lengi.“ Lítið megi út af bregða Starfsemin sé brothætt og litlu þurfi að muna svo að illa geti farið. Ekki megi gleyma að spítalinn hafi ekki verið efldur á tímum heimsfaraldurs. Því þurfi innanlandsaðgerðir. „Það þarf ekki annað en eitthvað slys eða annað sem gæti lagt starfsemina á hliðina í rauninni og ég tala nú ekki um ef það myndi fjölga mjög Covid-19 smitum vegna þess að við förum óvarlega eða tökum þetta ekki föstum tökum þá getur það haft mjög mikil áhrif fyrir aðra sjúklinga líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06