Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 20:06 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent